
Stjórnsýsla
Kirkjuþing fer með æðsta vald innan Þjóðkirkjunnar samkvæmt lögum um Þjóðkirkjuna. Kirkjuþing setur starfsreglur sem gilda fyrir starfsemi og starfsfólk Þjóðkirkjunnar og skipar stjórn Þjóðkirkjunnar. Stjórn ræður framkvæmdastjóra Biskupsstofu.
Hér má sjá nánari upplýsingar um stjórnsýslu Þjóðkirkjunnar auk laga og reglna sem um hana gilda.
Kirkjuþing
Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum Þjóðkirkjunnar og starfar samkvæmt lögum um Þjóðkirkjuna. Þingið setur reglur fyrir kirkjuna, ályktar um hin ýmsu mál, mótar stefnu í málaflokkum sem varða kirkjuna, fer með fjárstjórnarvaldið og lítur eftir starfi yfirstjórnar kirkjunnar.
Kirkjuþing unga fólksins
Hlutverk kirkjuþings unga fólksins er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um heim allan. Kirkjuþing unga fólksins er vettvangur ungs fólks til að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar.
Stjórn og skipurit
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Pellentesque faucibus orci in felis pellentesque, a varius eros pellentesque. Donec vitae tortor at metus fermentum lacinia.
Aðgerðarteymið
Aðgerðateymið tekur við tilkynningum um einelti, eða hvers kyns ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Það er skipað hlutlausum aðilum sem sérfróðir eru um þau málasvið sem falla undir teymið.
Þau eru öll bundin fullum trúnaði.
Laus störf
Þjóðkirkjan auglýsir öll störf samkvæmt gildandi reglum þar um.
Hér má sjá upplýsingar um þau störf sem laus eru til umsóknar í augnablikinu.
Lög og reglur
Um starfsemi Þjóðkirkjunnar gilda bæði landslög sem og reglur sem Kirkjuþing setur.
Hér má sjá yfirlit yfir það regluverk sem og gjaldskrá, stefnur og úrskurði.