
Kirkjuþing
Kirkjuþing setur reglur fyrir kirkjuna, ályktar um hin ýmsu mál, mótar stefnu í málaflokkum sem varða kirkjuna, fer með fjárstjórnarvaldið og lítur eftir starfi yfirstjórnar kirkjunnar. Með nýjum þjóðkirkjulögum, sem tóku gildi 1. júlí 2021, fékk kirkjuþing almennt æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar.
Um kirkjuþing
Forseti
Forseti og varaforsetar mynda forsætisnefnd kirkjuþings. Er hún forseta til aðstoðar við stjórn þingsins. Forsætisnefnd gerir tillögur um fulltrúa til þeirra trúnaðarstarfa sem kosið skal til á kirkjuþingi.
Kosnir eru tveir skrifarar úr hópi kirkjuþingsmanna.
Forseti kirkjuþings er kjörinn til fjögurra ára úr röðum leikmanna á fyrsta fundi nýkjörins kirkjuþings.
Drífa
Hjartardóttir
er forseti kirkjuþings 2022-2026.
Varaforsetar
Kristrún Heimisdóttir er fyrsti varaforseti kirkjuþings og Steindór R. Haraldsson annar varaforseti. Varaforsetar kirkjuþings eru kosnir til eins árs í senn og koma þeir einnig úr röðum leikmanna. Kjörtímabil þeirra er frá 28. október 2023 til reglulegs kirkjuþings að hausti 2024.
Kristrún
Heimisdóttir
er fyrsti varaforseti kirkjuþings
Steindór R.
Haraldsson
er annar varaforseti kirkjuþings