Mynd sem tengist textanum

Aðgerðateymið

Aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar

Starfsreglur um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar.

Kirkjuþing skipar í aðgerðarteymi þjóðkirkjunnar. Í teyminu eru:

Bragi Björnsson, lögmaður, Lögvörn ehf. s. 512-1212 / bragi@logvorn.is


Ragna Björg Guðbrandsdóttir, forstöðumaður Bjarkahlíðar
Karl Reynir Einarsson, geðlæknir

Öll eru þau sérfróð um þau mál sem falla undir teymið og starfsreglur.

Teymi þjóðkirkjunnar, starfsmönnum hennar, fagaðilum og talsmönnum, ef við á, er skylt að gæta þagmælsku um þau mál sem til umfjöllunar eru hjá teyminu.

Hver sem telur starfsmann þjóðkirkjunnar hafa mögulega orðið uppvísan að háttsemi, sem aðgerðateymið fjallar um, getur borið mál undir aðgerðateymið.

Hverjum þeim er starfar innan þjóðkirkjunnar og býr yfir vitneskju um ætlað kynferðisbrot eða annað ofbeldi gegn barni, er skilyrðislaust skylt að tilkynna slíkt samkvæmt gildandi lögum til lögreglu og/eða barnaverndaryfirvalda.

Hlutverk aðgerðateymisins er að taka við tilkynningum er varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi, ámælisverða og/eða refsiverða háttsemi í starfsemi þjóðkirkjunnar, kanna þær ávirðingar sem þar koma fram og grípa til þeirra aðgerða sem starfsreglur og lög mæla fyrir um.