Þrenningarhátíð (Trinitatis)

Fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu - Hinn þríeini Guð / Guð einn og þrennur

Dagsetning

15. Júní. 2025

Litur

Rauður.

Vers dagsins

Náðin Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé með yður öllum. 2Kor 13.13

Kollekta


Almáttugi, eilífi Guð, sem hefur gefið þjónum þínum að játa sanna trú og þekkja þannig dýrð eilífrar þrenningar og tilbiðja einingu hátignar þinnar: Við biðjum þig að gera okkur staðföst í þessari trú og varðveita okkur gegn öllu böli. Fyrir son þinn Jesú Krist sem með þér lifir og ríkir í einingu heilags anda, einn sannur Guð um aldir alda.

Lexía: Jes 6.1-8


Á dánarári Ússía konungs sá ég Drottin sitja í háu og gnæfandi hásæti og slóði skikkju hans fyllti helgidóminn. Serafar stóðu fyrir ofan hann. Hafði hver þeirra sex vængi: með tveimur huldu þeir ásjónu sína, með tveimur huldu þeir fætur sína og með tveimur flugu þeir. Þeir kölluðu hver til annars og sögðu: „Heilagur, heilagur, heilagur er Drottinn allsherjar, öll jörðin er full af hans dýrð.“ Við raust þeirra nötruðu undirstöður þröskuldanna og húsið fylltist af reyk. Þá sagði ég: „Vei mér, það er úti um mig því að ég er maður með óhreinar varir og bý meðal fólks með óhreinar varir en samt hafa augu mín séð konunginn, Drottin allsherjar.“ Þá flaug einn serafanna til mín. Hann hélt á glóandi koli sem hann hafði tekið af altarinu með töng. Hann snerti munn minn með kolinu og sagði: „Þetta hefur snortið varir þínar, sekt þín er frá þér tekin og friðþægt er fyrir synd þína.“ Þá heyrði ég rödd Drottins sem spurði: „Hvern skal ég senda? Hver vill reka erindi vort?“ Ég svaraði: „Hér er ég. Send þú mig.“

Pistill: Róm 11.33-36


Hvílíkt djúp ríkdóms, speki og þekkingar Guðs! Hversu órannsakandi dómar hans og órekjandi vegir hans! Hver hefur þekkt huga Drottins? Eða hver hefur verið ráðgjafi hans? Hver hefur að fyrra bragði gefið honum og átt að fá það endurgoldið? Frá honum, fyrir hann og til hans eru allir hlutir. Honum sé dýrð um aldir alda. Amen.

Guðspjall: Jóh 3.1-8, (9-15)


Maður hét Nikódemus, af flokki farísea, og átti sæti í öldungaráði Gyðinga. Hann kom til Jesú um nótt og sagði við hann: „Rabbí, við vitum að þú ert lærifaðir kominn frá Guði. Enginn getur gert þessi tákn sem þú gerir nema Guð sé með honum.“ Jesús svaraði honum: „Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki nema hann fæðist að nýju. Nikódemus segir við hann: „Hvernig getur maður fæðst þegar hann er orðinn gamall? Skyldi hann geta komist aftur í líf móður sinnar og fæðst?“ Jesús svaraði: „Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur komist inn í Guðs ríki nema hann fæðist af vatni og anda. Það sem af manni fæðist er manns barn en það sem fæðist af anda Guðs er Guðs barn. Undrast eigi að ég segi við þig: Ykkur ber að fæðast að nýju. Vindurinn blæs þar sem hann vill og þú heyrir þyt hans. Samt veistu ekki hvaðan hann kemur né hvert hann fer. Svo er um þann sem af andanum er fæddur.“ (Þá spurði Nikódemus: „Hvernig má þetta verða?“ Jesús svaraði honum: „Þú ert lærifaðir í Ísrael og veist þetta ekki? Sannlega, sannlega segi ég þér: Vér tölum um það sem vér þekkjum og vitnum um það sem vér höfum séð en þér takið ekki á móti vitnisburði vorum. Ef þér trúið eigi þegar ég ræði við yður jarðnesk efni, hvernig skylduð þér þá trúa er ég ræði við yður um hin himnesku? Enginn hefur stigið upp til himins nema sá er steig niður frá himni, Mannssonurinn. Og eins og Móse hóf upp höggorminn í eyðimörkinni, þannig á Mannssonurinn að verða upp hafinn svo að hann veiti hverjum sem trúir á hann eilíft líf.)

Sálmur: 472. Dýrð í hæstum hæðum


Trúarlífið - Sköpun Guðs og ábyrgð manns

hymn notes
1 Dýrð í hæstum hæðum, himna Guð, þér syngja allir þínir englar og öll þín hólpin hjörð. Jörð það endurómar, allar klukkur hringja, fagnandi hjörtu færa þakkargjörð. 2 Dýrð í hæstum hæðum. Helgir leyndardómar opnast fyrir augum þess anda' er ljós þitt sér. Allt sem anda dregur elsku þína rómar, tilveran gjörvöll teygar líf frá þér. 3 Dýrð í hæstum hæðum. Hingað oss þú sendir soninn þinn að sýkna hinn seka lýð á jörð. Síðan hátt til himna hann með krossi bendir, sigur hann gefur sinni barnahjörð. 4 Dýrð í hæstum hæðum, hljómar þér um aldir, þyrnikrýndur, krossi píndur kóngur lífs og hels. Lýtur þér og lofar lýður sem þú valdir, lýsandi' á jörð sem ljómi fagrahvels. 5 Dýrð í hæstum hæðum. Heilagri þrenning, föður, syni' og friðaranda færum lofgjörð vér, göfgi þig með gleði gjörvöll jarðarmenning, Guð einn og þrennur, þökk þér einum ber.


T Reginald Heber 1826 – Friðrik Friðriksson 1916 – Sb. 1945
Holy, holy, holy, Lord God Almighty
L John B. Dykes 1861 – Vb. 1946
NICAEA / Holy, holy, holy, Lord God Almighty

Eldra númer 4
Eldra númer útskýring T+L