Sumardagurinn fyrsti

Dagsetning

24. Apríl. 2025

Kollekta


Miskunnsami Guð og faðir sem seður allt, sem lifir með blessun: Lát okkur ætíð minnast forsjónar þinnar og þjóna þér í ábyrgð og trúmennsku. Fyrir son þinn Jesú Krist,bróður okkar og Drottin sem með þér lifir og ríkir í einingu heilags anda, einn sannur Guð um aldir alda.

Lexía: Sálm. 104, 1-16


Lofa þú Drottin, sála mín. Drottinn, Guð minn, þú ert harla mikill. Þú ert skrýddur dýrð og hátign, sveipaður ljósi sem skikkju. Þú þenur út himininn eins og tjalddúk, reftir sal þinn ofar skýjum. Þú gerir skýin að vagni þínum, ferð um á vængjum vindsins. Þú gerir vindana að sendiboðum þínum, bálandi eld að þjónum þínum. Þú grundvallar jörðina á undirstöðum hennar svo að hún haggast eigi um aldur og ævi. Frumdjúpið huldi hana eins og klæði, vötnin náðu yfir fjöllin, þau flýðu ógnun þína, hrökkluðust undan þrumuraust þinni, læddu yfir fjöll, steyptust niður í dali, þangað sem þú hafðir ætlað þeim stað. Þú settir vatninu mörk sem það má ekki fljóta yfir, aldrei framar skal það hylja jörðina. Þú lést lindir spretta upp í dölunum, þær streyma milli fjallanna, þær svala öllum dýrum merkurinnar, villiasnarnir slökkva þar þorsta sinn. Við þær búa fuglar himinsins, kvaka milli laufgaðra greina. Þú vökvar fjöllin frá hásal þínum og af ávexti verka þinna mettast jörðin. Þú lætur gras spretta handa fénaðinum og jurtir sem maðurinn ræktar svo að jörðin gefi af sér brauð og vín sem gleður mannsins hjarta, olíu sem lætur andlit hans ljóma og brauð sem veitir honum þrótt. Tré Drottins drekka nægju sína, sedrustré Líbanons sem hann gróðursetti. Þar gera fuglar sér hreiður og storkar eiga sér bústað í krónum þeirra.

Pistill: Fil. 4. 4-9


Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð. Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú. Að endingu, systkin, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dygð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það. Þið skuluð gera þetta, sem þið hafið bæði lært og numið, heyrt og séð til mín. Og Guð friðarins mun vera með ykkur.

Guðspjall: Lúk. 17. 11-19


Svo bar við á ferð Jesú til Jerúsalem að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt mættu honum tíu líkþráir menn. Þeir stóðu álengdar, 13hófu upp raust sína og kölluðu: „Jesús, meistari, miskunna þú oss!“ Jesús sá þá og sagði við þá: „Farið og sýnið yður prestunum.“ Þeir héldu af stað og nú brá svo við að þeir urðu hreinir. En einn þeirra sneri aftur er hann sá að hann var heill orðinn og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji. Jesús sagði: „Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? Urðu engir til þess að snúa aftur að gefa Guði dýrðina nema þessi útlendingur?“ Síðan mælti Jesús við hann: „Statt upp og far leiðar þinnar. Trú þín hefur bjargað þér.“

Sálmur: 75. Í Jesú nafni áfram enn


Kirkjuár - Nýár til föstu

hymn notes
1 Í Jesú nafni áfram enn með ári nýju, kristnir menn, það nafn um árs- og ævispor sé æðsta gleði' og blessun vor. 2 Í nafni hans æ nýtt er ár, því nafni' er græðir öll vor sár, í nafni hans fá börnin blíð Guðs blessun fyrst á ævitíð. 3 Í nafni hans sé niður sáð með nýju vori' í þiðnað láð, í nafni hans Guðs orði á á æskuvori snemma' að sá. 4 Í nafni hans sé starf og stríð er stendur hæst um sumartíð, í nafni hans sé lögð vor leið um lífsins starfs- og þroskaskeið. 5 Í nafni hans þótt haust sé kalt vér horfum glaðir fram á allt, í nafni hans er þróttur þver vér þráum líf sem betra er. 6 Í nafni hans vér hljótum ró er hulin jörð er vetrarsnjó, í nafni hans fær sofnað sætt með silfurhárum ellin grætt. 7 Í Jesú nafni endar ár er oss er fæddur Drottinn hár, í Jesú nafni lykti líf, hans lausnarnafn þá sé vor hlíf. 8 Á hverri árs- og ævitíð er allt að breytast fyrr og síð. Þótt breytist allt þó einn er jafn, um eilífð ber hann Jesú nafn.


T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Olle Widestrand 1981
Ett litet barn av Davids hus

Eldra númer 105
Eldra númer útskýring T
Biblíutilvísun Lúk. 2.21