Mynd sem tengist textanum
Mynd sem tengist textanum

Sálgæsla

Sálgæsla er trúnaðarsamtal prests, djákna eða annars starfsfólks kirkjunnar við hvern þann sem á trúnaði þarf að halda og kýs að leita til kirkjunnar með vandamál sín, tilfinningar eða lífsreynslu. Sálgæsla er samvinna starfsfólks kirkjunnar með einstaklingi, hjónum, fjölskyldum eða hópum. Sálgæsla byggist fyrst og fremst á því að hlusta og leiðbeina þeim sem standa á einhvers konar krossgötum og hjálpa þeim að finna nýja stefnu.

Sálgæsla kirkjunnar


Ef þú hefur svarað einhverri af þessum spurningum játandi getur þú leitað til kirkjunnar um sálgæslu.

Sálgæsla kirkjunnar er þó opin öllum þó ekkert af ofangreindu eigi við þig.

Sálgæsla er trúnaðarsamtal prests, djákna eða annars starfsfólks kirkjunnar við hvern þann sem á trúnaði þarf að halda og kýs að leita til kirkjunnar með vandamál sín, tilfinningar eða lífsreynslu.

Sálgæsla er samvinna starfsfólks kirkjunnar með einstaklingi, hjónum, fjölskyldum eða hópum.

Sálgæsla byggist fyrst og fremst á því að hlusta og leiðbeina þeim sem standa á einhvers konar krossgötum og hjálpa þeim að finna nýja stefnu.

Fyrirmynd sálgæslu kirkjunnar er Jesús sem átti mörg trúnaðarsamtöl við fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum og kynjum.

Hverjir veita sálgæslu?


Allir prestar og djáknar þjóðkirkjunnar veita stuðning af þessum toga. Þú getur talað við þau um allt sem hvílir á þér og þau eru bundin algerri þagnarskyldu.

Þú hringir einfaldlega í kirkjuna eða í prestinn eða djáknann og pantar viðtal.

Einnig gætir þú átt möguleika á símaviðtali

Þú getur leitað til kirkjunnar hvort sem þú trúir á Guð eða ekki og kirkjan þjónar öllum hvaða trúar eða lífskoðunarfélagi þau tilheyra.

Sálgæsla á sjúkrahúsum


Auk presta og djákna í söfnuðum landsins þjóna prestar og djáknar á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi og Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Þau veita sálgæslu sjúklinga, aðstandenda þeirra og starfsfólks spítalanna.

Önnur sérþjónusta


Hjá þjóðkirkjunni starfar prestur fatlaðra, prestur heyrnarlausra og tveir prestar innflytjenda. Allir þessir prestar veita mikla sálgæslu.

Prestar innflytjenda hafa aðsetur í Breiðholstkirkju, prestur fatlaðra og prestur heyrnarlausra er í Grensáskirkju

Hér https://www.toma.is/prestur-innflytjenda/ geturðu fundið upplýsingar á ensku um þjónustu presta innflytjenda.

Hér https://kirkjan.is/thjonusta/serthjonusta/prestur-fatladra/ getur þú fundið upplýsingar um starf prests fatlaðra.

Sálgæslu og fjölskylduþjónusta kirkjunnar


Auk presta og djákna í söfnuðum landsins er starfandi á vegum þjóðkirkjunnar Sálgæslu og fjölskylduþjónusta kirkjunnar.

Hún er þjónusta við hjón, fólk í sambúð, fjölskyldur og einstaklinga, sem finnst þeir vera í einhvers konar vanda í samskiptum við sína nánustu og vilja finna nýjar lausnir.

Lykilorð þjónustunnar er:

Hjónaráðgjöf, hjónaviðtöl,einstaklingsviðtöl fjölskylduráðgjöf, fjölskylduviðtöl, sálgæsla, skilnaðaráðgjöf og sambandsráðgjöf.

Opið virka daga frá 9:00 til 16.00.

Sálgæslu og fjölskylduþjónusta kirkjunnar er til húsa á neðri hæð safnaðarheimilis Háteigskirkju, Háteigsvegi 27-29.

Sálgæslu og fjölskylduþjónusta kirkjunnar er hluti af sálgæslustarfi kirkjunnar og þjónar öllu landinu.

Öllum er heimilt að leita beint til Sálgæslu og fjölskylduþjónustunnar og sumir koma samkvæmt ábendingu prests, djákna eða annarra aðila.

Fagleg þjónusta við fjölskyldur fanga.

Þjónustan

Þegar einhver nákomin þarf að fara í afplánun í fangelsi getur það haft margvísleg áhrif á marga í kringum einstaklingin.

Bjargráð er verkefni sem er styrkt af Félags og vinnumarkaðsráðuneytinu.

Verkefnið er hýst af Biskupstofu

Bjargráð er hugsað fyrir fjölskyldur og aðstandendur þar sem einhver nákomin:

Bíður eftir afplánun

Er í afplánun

Er laus úr afplánun

Bjargráð hefur aðsetur hjá Fjölskyldu og sálgæsluþjónusta kirkjunnar er til húsa á neðri hæð safnaðarheimilis Háteigskirkju, Háteigsvegi 27-29.

Á https://kirkjan.is/thjonusta/salgaeslu-og-fjolskylduthjonusta-kirkjunnar/ getur þú fundið allar upplýsingar um þjónustuna.