Sálmabók

99. Minn Jesú, kunnugt það er þér

Kirkjuár - Fasta

hymn notes
1 Minn Jesú, kunnugt það er þér hve þrátt sá óvin ræðst að mér er vill í glötun svíkja sál, frá sannleiks orðum beygja mál, frá verki réttu hefta hönd og hneppa líf í syndabönd. 2 Lát hann ei geta hindrað mig, ó, Herra, frá að lofa þig, lát aldrei því fá hamlað hann að heyrt ég geti sannleikann, lát hann ei blekkja sálarsjón og svik hans önd ei búa tjón. 3 Ef fellir hann mig, fljótt mig reis, ef fjötrar hann mig, brátt mig leys, ef villir hann mig, blítt mér bend, ef blindar hann mig, ljós mér send, ef skelfir hann mig, legg mér lið, ef lokkar hann mig, þú mig styð. 4 Ó, lækna, Jesú, líf mitt allt, ó, lát það vermast sem er kalt, það vökva fá sem visna fer, það verða hreint sem flekkað er, það auðgast sem er aumt og snautt, það endurlifna sem er dautt.


T Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
L Schumann 1539 – Sb. 1619
Vater unser im Himmelreich

Eldra númer 118
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Lúk. 11.14–28

Uppáhalds sálmar

Under Construction