Sálmabók

89a. Lærdómstími ævin er

Kirkjuár - Nýár til föstu

hymn notes
1 Lærdómstími ævin er. Ó, minn Drottinn, veit ég geti numið allt sem þóknast þér, þína speki dýrast meti. Gef ég sannleiks gulli safni, gef í visku' og náð ég dafni. 2 Vinnutími ævin er. Ár og síð á lífstíð minni, Drottinn minn, til dýrðar þér dyggilega gef ég vinni. Gef mín störf til góðs æ leiði, gef þau út þitt ríki breiði. 3 Reynslutími ævin er. Ó, minn Guð, mig veikan leiddu gegnum böl sem mætir mér, mína leið til heilla greiddu. Veit í trú ég vakað fái, veit ég sigri góðum nái. 4 Náðartími ævin er. Að því, Drottinn, lát mig hyggja sú að nauðsyn mest er mér miskunn þína' í tíma' að þiggja. Yfirbótar unn mér, Herra, ævidagar fyrr en þverra.


T Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
L Johann R. Ahle 1664 – Sb. 1801
Liebster Jesu, wir sind hier

Eldra númer 121
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction