Sálmabók

85. Þótt æði stormar heims um haf

Kirkjuár - Nýár til föstu

hymn notes
1 Þótt æði stormar heims um haf ei háski granda má oss, þeir bát vorn fært ei fá í kaf því frelsarinn er hjá oss. Ei öldur skaða' oss hót því hann er haf og vinda stöðva kann þeim bægir burtu frá oss. 2 Þótt vantrú sjái' af hættum her og hugsi: „Drottinn sefur“ og hræðslan kveini: „Hjálpin þver, oss Herrann yfirgefur,“ – ég þreyja vil í traustri trú og treysta, Jesú minn, að þú mig örmum verndar vefur. 3 Mitt hjarta, Jesú, vantrú ver þótt volki heims ei linni en þá mig hels að boða ber, þú bjarga sálu minni, þá virstu hasta' á vind og sjó og veittu mér í sælli ró að lenda’ í lífshöfn þinni.


T Bernhard S. Ingemann 1825 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Lad bruse storm paa verdens hav
L Hymnodia Sacra 1742 – Weyse 1840 – PG 1861
Hver sem að reisir hæga byggð

Eldra númer 571
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Mark. 4.35–40

Uppáhalds sálmar

Under Construction