Sálmabók

83a. Sú trú sem fjöllin flytur

Kirkjuár - Nýár til föstu

hymn notes
1 Sú trú sem fjöllin flytur oss fári þyngstu ver, ei skaða skeyti bitur þann skjöld ef berum vér, í stormum lífs hún styður og styrkir hjörtu þreytt, í henni' er fólginn friður sem fær ei heimur veitt. 2 Minn Jesú, lát ei linna í lífi trú mér hjá svo faldi fata þinna ég fái þreifað á og kraftinn megi kanna sem kemur æ frá þér til græðslu meinum manna og mesta blessun lér. 3 Í trú mig styrk að stríða og standast eins og ber, í trú mig láttu líða svo líki, Drottinn, þér. Er dauðans broddur bitur mér beiskri veldur þrá, þá trú er fjöllin flytur mig friða láttu þá.


T Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
L Zinck 1801 – PG 1861
Jeg ved på hvem jeg bygger

Eldra númer 207
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Matt. 17.20, Mark. 5.27–28

Uppáhalds sálmar

Under Construction