Sálmabók

81. Vér týnum oft Jesú í heimi hér

Kirkjuár - Nýár til föstu

hymn notes
1 Vér týnum oft Jesú í heimi hér í hávaða lífs og glaumi, vér leitum hans þar sem ei hann er og oftlega' í leiðslu' og draumi. Vér hyggjum hann fjær þá hann er nær og hrekjumst af tímans straumi. 2 Vér leitum að Jesú en hann er hér í húsi síns föður kæra. Í helgidóm bent oss hingað er með hljóminum klukkna skæra. Hér lýsir hans orð, hans blessað borð hér blessun oss hefur að færa. 3 Vort hjarta sé musteri heilagt það er Herrann í bústað eigi og hvenær sem leitum honum að þar hann ætíð finna megi svo viskan og náð þar verði sáð er vaxi með hverjum degi.


T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Christian Fugl um 1860
Jeg vet meg en søvn i Jesu navn

Eldra númer 112
Eldra númer útskýring T
Biblíutilvísun Lúk. 2.41–49

Uppáhalds sálmar

Under Construction