Sálmabók

808. Davíðssálmur 4

Lessálmar - Davíðssálmar

Andstef (Sálm. 34.8) Engill Drottins setur vörð kringum þá sem óttast hann og frelsar þá. Svara mér þegar ég hrópa, þú, Guð réttlætis míns. Þá er að mér þrengdi rýmkaðir þú um mig. Miskunna mér og heyr bæn mína.     Þér menn: Hve lengi hyggist þér veitast að sæmd minni,     elska hégómann og leita til lyginnar? Vitið að Drottinn er náðugur þeim sem honum er trúr, Drottinn heyrir er ég hrópa til hans.     Skelfist en syndgið ekki,     hugleiðið þetta í hvílum yðar og verið hljóðir. Færið réttar fórnir og treystið Drottni.     Margir segja: „Hver lætur oss hamingju líta?“     Drottinn, lát ljós auglitis þíns lýsa yfir oss. Þú hefur glatt hjarta mitt meira en aðrir gleðjast yfir gnægð korns og víns.     Í friði leggst ég til hvíldar og sofna     því að þú einn, Drottinn,     lætur mig hvíla óhultan í náðum. Engill Drottins setur vörð kringum þá sem óttast hann og frelsar þá. Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda     svo sem var í upphafi     er og verður um aldir alda. Amen. Engill Drottins setur vörð kringum þá sem óttast hann og frelsar þá.


T
L

Uppáhalds sálmar

Under Construction