Sálmabók

807. Davíðssálmur 121

Lessálmar - Davíðssálmar

Andstef (Sálm. 66.4) Öll jörðin lýtur þér og lofsyngur þér, lofsyngur nafni þínu. Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp?     Hjálp mín kemur frá Drottni,     skapara himins og jarðar. Hann mun ekki láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki.     Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,     hann, vörður Ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar.     Um daga mun sólarhitinn ekki vinna þér mein     né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína.     Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu     héðan í frá og að eilífu. Öll jörðin lýtur þér og lofsyngur þér, lofsyngur nafni þínu. Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda     svo sem var í upphafi     er og verður um aldir alda. Amen. Öll jörðin lýtur þér og lofsyngur þér, lofsyngur nafni þínu.


T
L

Uppáhalds sálmar

Under Construction