Sálmabók

806. Davíðssálmur 119 (18., 27., 33-35, 41)

Lessálmar - Davíðssálmar

Andstef (Sálm. 17.15) Ég mun í réttlæti skoða auglit þitt, mettast af mynd þinni þegar ég vakna. Ljúk upp augum mínum svo að ég sjái dásemdirnar í lögmáli þínu.     Lát mig skilja veg fyrirmæla þinna,     að ég megi íhuga dásemdir þínar. Kenn mér, Drottinn, veg laga þinna og ég mun fylgja honum allt til enda.     Veit mér skilning til að halda lögmál þitt     og varðveita það af öllu hjarta. Leið mig götu boða þinna, af henni hef ég yndi.     Lát náð þína koma yfir mig, Drottinn,     hjálpræði þitt samkvæmt fyrirheiti þínu, Ég mun í réttlæti skoða auglit þitt, mettast af mynd þinni þegar ég vakna. Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda     svo sem var í upphafi     er og verður um aldir alda. Amen. Ég mun í réttlæti skoða auglit þitt, mettast af mynd þinni þegar ég vakna.


T
L

Uppáhalds sálmar

Under Construction