Sálmabók

805. Davíðssálmur 116 (1-9)

Lessálmar - Davíðssálmar

Andstef (Sálm. 56.12) Ég treysti Guði, ég óttast ekki. Ég elska Drottin af því að hann heyrir grátbeiðni mína.     Hann hneigði eyra sitt að mér     þegar ég ákallaði hann. Snörur dauðans umkringdu mig, angist heljar kom yfir mig, ég mætti nauðum og harmi.     Þá ákallaði ég nafn Drottins:     „Drottinn, bjarga lífi mínu.“ Náðugur er Drottinn og réttlátur og Guð vor er miskunnsamur.     Drottinn verndar sakleysingja,     ég var í nauðum og hann bjargaði mér. Vertu aftur róleg, sála mín, því að Drottinn gerir vel til þín.     Þú bjargaðir lífi mínu frá dauða,     auga mínu frá tárum,     fæti mínum frá hrösun. Ég geng frammi fyrir Drottni á landi lifenda. Ég treysti Guði, ég óttast ekki. Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda     svo sem var í upphafi     er og verður um aldir alda. Amen. Ég treysti Guði, ég óttast ekki.


T
L

Uppáhalds sálmar

Under Construction