Sálmabók

802. Davíðssálmur 143 (8-11)

Lessálmar - Davíðssálmar

Andstef (Sálm. 130.4) Drottinn, hjá þér er fyrirgefning svo að menn óttist þig. Lát mig heyra miskunn þína að morgni dags því að þér treysti ég.     Vísa mér veginn sem ég skal halda     því að til þín hef ég sál mína. Bjarga mér frá óvinum mínum, Drottinn, ég flý á náðir þínar.     Kenn mér að gera vilja þinn     því að þú ert Guð minn,     þinn góði andi leiði mig     um slétta braut. Leyf mér að lifa sakir nafns þíns, Drottinn, leið mig úr nauðum sakir réttlætis þíns. Drottinn, hjá þér er fyrirgefning svo að menn óttist þig. Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda     svo sem var í upphafi     er og verður um aldir alda. Amen. Drottinn, hjá þér er fyrirgefning svo að menn óttist þig.


T
L

Uppáhalds sálmar

Under Construction