Sálmabók

79a. Andi Guðs sveif áður fyr

Kirkjuár - Nýár til föstu

hymn notes
1 Andi Guðs sveif áður fyr yfir vatna djúpi. Upp þá lukust ljóssins dyr, létti' af myrkra hjúpi. Upp reis jörðin ung og ný árdags geislum böðuð í þá úr dimmu djúpi. 2 Andi Guðs sveif annað sinn yfir vatni köldu þegar lét sig lausnarinn lauga' í Jórdans öldu. Opnast himinn, eins og nýtt upp rann náðarljósið blítt dauða' úr djúpi köldu. 3 Andinn svífur enn sem fyr yfir vatni tæru, opnast himins dýrðardyr Drottins börnum kæru. Eftir skírnar blessað bað blómið upp vex nýdöggvað lífs í ljósi skæru.


T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Þorkell Sigurbjörnsson 1998

Eldra númer 251
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction