Sálmabók

796. Davíðssálmur 67

Lessálmar - Davíðssálmar

Andstef (Sálm. 81.2) Gleðjist fyrir Guði sem er styrkur vor. Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor     svo að þekkja megi veg þinn á jörðinni     og hjálpræði þitt meðal allra þjóða. Lýðir skulu lofa þig, Guð, þig skulu allar þjóðir lofa.     Lýðir skulu gleðjast og fagna     því að þú dæmir þjóðirnar réttvíslega     og leiðir lýði á jörðinni. Lýðir skulu lofa þig, Guð, þig skulu allar þjóðir lofa.     Jörðin hefur gefið ávöxt sinn,     Guð, vor Guð, blessi oss, Guð blessi oss svo að öll endimörk jarðar megi óttast hann. Gleðjist fyrir Guði sem er styrkur vor. Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda     svo sem var í upphafi     er og verður um aldir alda. Amen. Gleðjist fyrir Guði sem er styrkur vor.


T
L

Uppáhalds sálmar

Under Construction