Sálmabók

792. Beyg kné þín

Trúarlífið - Land og þjóð

hymn notes
1 Beyg kné þín, fólk vors föðurlands, þinn fjötur Drottinn leysti. Krjúp fram í dag á fótskör hans sem fallið kyn vort reisti. Þá háskinn stóð sem hæst var hjálp og miskunn næst, oss þjáðu þúsund bönd en þá kom Drottins hönd og lét oss lífi halda. 2 Ó, Guð, þín miskunn meiri er en megi sál vor skilja. Hvert ljós sem kemur, lýsir, fer, oss les þau orð þíns vilja: Lær sanna tign þín sjálfs, ver sjálfur hreinn og frjáls, þá skapast frelsið fyrst og fyrir Jesúm Krist skal dauðans fjötur falla.


T Matthías Jochumsson 1880 – Sb. 1945
L Martin Luther, 1529 – Klug 1533 – Gr. 1594
Ein feste Burg ist unser Gott

Eldra númer 521
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction