Sálmabók

787. Faðir andanna

Trúarlífið - Land og þjóð

hymn notes
1 Faðir andanna, frelsi landanna, ljós í lýðanna stríði, send oss þitt frelsi, synda slít helsi, líkna stríðanda lýði. 2 Lýstu heimana, lífga geimana, þerrðu tregenda tárin. Leys oss frá illu, leið oss úr villu, lækna lifenda sárin. 3 Sælu njótandi, sverðin brjótandi faðmist fjarlægir lýðir. Guðs ríki drottni, dauðans vald þrotni, komi kærleikans tíðir. 4 Faðir ljósanna, lífsins rósanna, lýstu landinu kalda. Vertu oss fáum, fátækum, smáum líkn í lífsstríði alda.


T Matthías Jochumsson – Sb. 1886
L Frá Sikiley – Herder 1807 – Sb. 1871
O sanctissima / O du fröhliche

Eldra númer 523
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction