Sálmabók

782a. Frelsarinn Jesús fyrir sér

Trúarlífið - Ferðasálmar

hymn notes
1 Frelsarinn Jesús fyrir sér þá fall og hrösun er búin mér. Hann veit og líka lækning þá sem leysa kann mig sorgum frá. 2 Sú von er bæði völt og myrk að voga freklega’ á holdsins styrk. Án Guðs náðar er allt vort traust óstöðugt, veikt og hjálparlaust. 3 Gef mér, Jesú, að gá að því glaskeri ber ég minn fésjóð í. Viðvörun þína virði' eg mest, veikleika holdsins sér þú best.


T Hallgrímur Pétursson Ps. 1
L Genf 1545 – Sb. 1589 – PG 1861
Wenn wir in höchsten Nöthen sein

Eldra númer 492
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction