Sálmabók

776. Sjá, bát á bárum hrakti

Trúarlífið - Sjómannasálmar

hymn notes
1 Sjá, bát á bárum hrakti, um borð svaf Jesús þar. Það ógn og angist vakti að allt í hættu var. Þá bregður Jesús blundi og býður: Læg þig, haf. Hvert ólag óðar hrundi og ágætt veður gaf. 2 Guðs undur enn þá gerast og öll á réttri tíð. Um höfin hjálp mun berast er harðna veður stríð. Ei kvarta þarf né kveina sé Kristur með um borð. Oft sjómenn sjá og reyna hans sígilt máttarorð. 3 Ef hann má fleyi fylgja oss farnast vel mun þá þótt rishá brotni bylgja og brimi lífs um sjá. Í gegnum hafdyn hranna vér heyrum glöggt hans raust. Hann, lífsins ljósið sanna, vor leiðir fley í naust. 4 Er syrtir lífs á leiðum oss löngum brestur mátt. Á voðans vegi breiðum oss verður ráðafátt. Allt sýnist vera að sökkva og sólar hverfa lönd en yfir djúpið dökkva þá Drottinn réttir hönd. 5 Er héðan hinsta sinni skal halda fleyi' á dröfn, þá vef oss verndan þinni og varðveit oss í höfn. Ef þú við stýri stendur oss stefnan fatast ei. Þá brosa bjartar strendur í blíðum anganþey.


T Elias Blix, 1891 – Valdemar V. Snævarr, 1983 – Vb. 1991
Jesus stiller stormen / Ein båt i stormen duva
L Leif Ofstad 1956, 1982 – Vb. 1991
Ein båt i stormen duva

Eldra númer 597
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Matt. 8.23–27

Uppáhalds sálmar

Under Construction