Sálmabók

772. Enn einu sinni úti er sumartíð

Trúarlífið - Haust og vetur

hymn notes
1 Enn einu sinni úti' er sumartíð. Lof þitt ei linni, líknin Drottins blíð. Tíð og tími breytist, tryggð þín, Drottinn minn, eldist ei né þreytist eins og heimurinn. Enn þú leiddir oss við hönd, enn þú greiddir meinin vönd, enn þú breiddir yfir lönd arminn varma þinn. 2 Enn einu sinni öll þín barnahjörð auðmjúk þér inni ást og þakkargjörð, fyrir' hvern geislann fríða, fyrir' hvert daggartár, fyrir' hvern blæinn blíða, blessun lífs og fjár, fyrir' hvert blóm á frjórri grund, fyrir' hvern óm sem gladdi lund þér skal hljóma hverja stund heiður síð og ár. 3 Enn einu sinni eg hef styggðan þig, þó af náð þinni þú hefur annast mig. Engan ávöxt bar ég ávöxt fyrir þinn, visinn kvistur var ég, víngarðsherra minn. Upp mig rættir þó ei þú, þín mín gætti náðin trú, vel þér ætti' eg vegsemd nú votta þetta sinn. 4 Enn einu sinni upp hefst vetrartíð. Blóm láðs þótt linni, líkn þín dvín ei blíð. Höndin þín mér hlúi hret er vitja mín, sælt mér sumar búi síðar náðin þín. Sumar, vetur, vor og haust von ég set á þig og traust. Eftir hretin endalaust eilíf sólin skín.


T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Hymnodia Sacra 1742 – Sb. 1772 – PG 1861
Kær Jesú Kristi

Eldra númer 482
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction