Sálmabók

767. Komið er sumarið

Trúarlífið - Vor og sumar

hymn notes
1 Komið er sumarið, kærleiki Drottins oss gleður, komum nú fyrir hann lotning og þakkargjörð meður. Látum vor ljóð lofgjörðar fylla þann óð nú sem öll náttúran kveður. 2 Vorfegurð himinsins vegsamar gjafarann ljósa, vorgróði jarðar og blómskrautið ilmandi rósa, vorloftið hlýtt, vorkvæði söngfugla nýtt guðlegu hjálpræði hrósa. 3 Vér tökum undir og vegsemd, ó, faðir, þér tjáum, vér sem í öllu þinn guðdóm og kærleika sjáum. Hjörtunum í himinblóm guðhræðslu ný gef nú að gróðursett fáum. 4 Nýkomið sumar er nú aftur sjáum vér skína nýr er oss vottur um guðlega trúfesti þína. Fagnandi því föðurvald leggjum oss í. Enn muntu' oss ástríki sýna. 5 Velkomin gjöf þín oss veri nú sumarið bjarta, við henni tökum með glaðværu' og þakklátu hjarta. Heill til vor snú, hjá oss í sumar lát nú blóm þinnar blessunar skarta.


T Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi – Sb. 1886
L Stralsund 1665 – Halle 1741 – PG 1861
Lobe den Herren, den mächtigen König

Eldra númer 478
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction