Sálmabók

764. Sú árstíð upp nú rennur

Trúarlífið - Vor og sumar

hymn notes
1 Sú árstíð upp nú rennur er allt sinn blóma fær og þrá í brjósti brennur, við birtu grasið hlær, í geislum sólar glæðist og grær og lifnar allt og frjóvgað endurfæðist sem fyrr var dautt og kalt. 2 Nú brosa blóm á grundum og byggið þroska nær, nú leikur blær í lundum og líf í moldu grær. Það öllum á að sýna Guðs örlæti og náð sem árlangt ei mun dvína. Sú ást í þökk skal tjáð. 3 Er fugla loftsins laðar til lofsöngs jörð og sjór hver tunga hrærist hraðar, við hyllum Guð í kór. Upp, sál mín, svo hans æra í söngnum hljómi enn sem æ vill okkur næra og auka gleði´ í senn. 4 Þú okkur endurleysir og ert þeim veiku skjól. Þú, Jesú, reyrinn reisir er rennur upp þín sól. Strjúk harm úr hverju hjarta sem hryggir viðmót kalt svo vakni vonin bjarta. Þú, vinur, megnar allt. 5 Þín blessun frjósemd færi, lát falla´ á jörðu regn. Gef öllum viðurværi og vernda land og þegn svo streymi lífsins lækir úr lind við djúpan brunn sem afl og anda sækir í Orðsins trausta grunn.


T Israel Kolmodin 1694 – Johan O. Wallin 1819 – Britt G. Hallqvist 1979 – Hjörtur Pálsson 2016
Den blomstertid nu kommer
L Sænskt þjóðlag, 1693
Den blomstertid nu kommer

Uppáhalds sálmar

Under Construction