Sálmabók

762. Þú unga tíð, þú unaðsvor

Trúarlífið - Vor og sumar

hymn notes
1 Þú unga tíð, þú unaðsvor sem ísköld máir dauðans spor og lætur lífið glæðast, vorn hjartans kulda' og klaka þíð og kenn þú öllum Drottins lýð í anda' að endurfæðast. 2 Þú glaða tíð, um loft og láð er lofar Drottins miklu náð með unaðslegum ómi, oss minn á gæsku gjafarans svo glaðir þökkum miskunn hans með vorum veika rómi. 3 Þú fagra tíð er fjall og dal með fagurt þekur blómaval og skrýðir grænu skrúði, vor hjörtu fögru skrúði skrýð og skærum dyggða blómum prýð þú Drottins dýra brúði. 4 Þú frjóa tíð er frækorn smá svo fóstrar vel að þroska ná á dýrum sumardegi, oss minn þú á að einnig vér þann ávöxt skulum bera hér er Guði geðjast megi. 5 Þú hraða tíð er flýgur fljótt og fyrr en varir hverfur skjótt en kemur eitt sinn aftur, oss kenn hve ótt að ævin þver, en eilíft líf í skauti ber Guðs sterki kærleikskraftur.


T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Thomas Laub 1915
Alt, hvad som fuglevinger fik

Eldra númer 479
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction