Sálmabók

759. Dýrðlegt kemur sumar

Trúarlífið - Vor og sumar

hymn notes
1 Dýrðlegt kemur sumar með sól og blóm, senn fer allt að vakna með lofsöngsróm, vængjaþytur heyrist í himingeim, hýrnar yfir landi' af þeim fuglasveim. 2 Hærra' og hærra stígur á himinból hetja lífsins sterka - hin milda sól, geislastraumum hellir á höf og fjöll, hlær svo roðna vellir og bráðnar mjöll. 3 Gróðurmagnað lífsaflið leysist skjótt, læsir sig um fræin er sváfu rótt, vakna þau af blundi' og sér bylta' í mold, blessa Guð um leið og þau rísa' úr fold. 4 Guði' sé lof er sumarið gefur blítt, gefur líka' í hjörtunum sumar nýtt, taka' að vaxa ávextir andans brátt eilíf þar sem náðin fær vöxt og mátt. 5 Blessuð sumardýrðin um láð og lá lífsins færir boðskap oss himnum frá: „Vakna þú sem sefur, því sumar skjótt sigrað kuldann hefur og vetrarnótt.“


T Friðrik Friðriksson, 1917 – Sb. 1945
L Lars Nielsen 1891 – Vb. 1946
Se nu stiger solen af havets skød

Eldra númer 480
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction