Sálmabók

75. Í Jesú nafni áfram enn

Kirkjuár - Nýár til föstu

hymn notes
1 Í Jesú nafni áfram enn með ári nýju, kristnir menn, það nafn um árs- og ævispor sé æðsta gleði' og blessun vor. 2 Í nafni hans æ nýtt er ár, því nafni' er græðir öll vor sár, í nafni hans fá börnin blíð Guðs blessun fyrst á ævitíð. 3 Í nafni hans sé niður sáð með nýju vori' í þiðnað láð, í nafni hans Guðs orði á á æskuvori snemma' að sá. 4 Í nafni hans sé starf og stríð er stendur hæst um sumartíð, í nafni hans sé lögð vor leið um lífsins starfs- og þroskaskeið. 5 Í nafni hans þótt haust sé kalt vér horfum glaðir fram á allt, í nafni hans er þróttur þver vér þráum líf sem betra er. 6 Í nafni hans vér hljótum ró er hulin jörð er vetrarsnjó, í nafni hans fær sofnað sætt með silfurhárum ellin grætt. 7 Í Jesú nafni endar ár er oss er fæddur Drottinn hár, í Jesú nafni lykti líf, hans lausnarnafn þá sé vor hlíf. 8 Á hverri árs- og ævitíð er allt að breytast fyrr og síð. Þótt breytist allt þó einn er jafn, um eilífð ber hann Jesú nafn.


T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Olle Widestrand 1981
Ett litet barn av Davids hus

Eldra númer 105
Eldra númer útskýring T
Biblíutilvísun Lúk. 2.21

Uppáhalds sálmar

Under Construction