Sálmabók

74. Hvað boðar nýárs blessuð sól

Kirkjuár - Nýár til föstu

hymn notes
1 Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð, hún ljómar heit af Drottins náð. 2 Sem Guðs son forðum gekk um kring hún gengur ársins fagra hring og leggur smyrsl á lífsins sár og læknar mein og þerrar tár. 3 Ó, sjá þú Drottins björtu braut, þú barn sem kvíðir vetrar þraut. Í sannleik hvar sem sólin skín er sjálfur Guð að leita þín. 4 Því hræðst þú ei þótt hér sé kalt og heimsins yndi stutt og valt og allt þitt ráð sem hverfult hjól, í hendi Guðs er jörð og sól. 5 Hann heyrir stormsins hörpuslátt, hann heyrir barnsins andardrátt, hann heyrir sínum himni frá hvert hjartaslag þitt jörðu á. 6 Í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. 7 Í almáttugri hendi hans er hagur þessa kalda lands, vor vagga, braut, vor byggð og gröf þótt búum við hin ystu höf. 8 Vor sól og dagur, Herra hár, sé heilög ásján þín í ár. Ó, Drottinn, heyr vort hjartans mál, í hendi þér er líf og sál.


T Matthías Jochumsson – Sb. 1886
L Christoph E.F. Weyse 1817 – Sb. 1871
Naar vi i største nød mon staae

Eldra númer 104
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction