Sálmabók

732. Mitt líf er eins og lag

Trúarlífið - Trú og traust

hymn notes
1 Mitt líf er eins og lag sem nær að lyfta sér í hæðir og tekur mið af tærri lind er tóna nýja fæðir. Ef stormur æðir stend ég kyrr með styrk af dýrðarljóma og sál mín finnur sína rödd. Í söng ég verð að hljóma. 2 Þótt sannleikann menn sitji um hann sífellt áfram lifir og marga sálma man ég best er myrkur grúfir yfir. Ef stormur æðir stend ég kyrr með styrk af dýrðarljóma og sé Guðs kærleik sigra allt. Í söng ég verð að hljóma.


T Robert Lowry, 1869 – Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson 2001
My Life Flows on in Endless Song
L Robert Lowry, 1869
HOW CAN I KEEP FROM SINGING

Uppáhalds sálmar

Under Construction