Sálmabók

731. Faðir vor, þín eilíf elska vakir

Trúarlífið - Trú og traust

hymn notes
1 Faðir vor, þín eilíf elska vakir yfir hverju spori barna þinna. Lát þú oss sem leitum þín og biðjum ljós þíns orðs og návist þína finna. 2 Kristur segir: Komið til mín allir, kærleiksandi minn er þín að leita til að helga annir, raun og yndi, innri gleði, styrk og frið að veita. 3 Lof sé þér sem lífið átt og gefur, lindin alls hins góða, fagra, bjarta, einn þú ræður allt sem huga dreymir, alla dul og von í mannsins hjarta.


T Sigurbjörn Einarsson 1985 – Vb. 1991
L Þorkell Sigurbjörnsson 1985 – Vb. 1991

Eldra númer 590
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction