Sálmabók

729c. Láttu Guðs hönd þig leiða hér

Trúarlífið - Trú og traust

hymn notes
1 Láttu Guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá bestu, blessuð hans orð sem boðast þér í brjósti' og hjarta festu. 2 Hrittu ei frá þér Herrans hönd, hún þó þig tyfta vildi, legg heldur bæði líf og önd ljúflega' á Drottins mildi. 3 Hér þegar mannleg hjálpin dvín, holdið þó kveini' og sýti, upp á hönd Drottins augun þín ætíð með trúnni líti. 4 Að morgni' og kvöldi minnst þess vel, máls upptekt láttu þína: Af hjarta' eg þér á hendur fel, Herra Guð, sálu mína. 5 Svo máttu vera viss upp á, vilji þér dauðinn granda, sála þín mætir miskunn þá millum Guðs föður handa.


T Hallgrímur Pétursson Ps. 44
L Halldór Hauksson 2015

Eldra númer 376
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction