Sálmabók

727. Ó, lífsins faðir, líkna þú

Trúarlífið - Trú og traust

hymn notes
1 Ó, lífsins faðir, líkna þú og leystu syndabönd. Gef vonarsnauðum von og trú í vissu þess að nær er nú :,: þín milda hjálparhönd. :,: 2 Þinn sonur, Kristur, lífsins lind, er lausn og frelsi manns, það orð sem læknar sekt og synd og signir lífið krossins mynd :,: og blessun býður hans. :,: 3 Í helgum anda hingað snú, þín heilög áhrif skær, að lægja efann, efla trú. Er æða stormar birtist þú :,: sem blíður himinblær. :,: 4 Þá sefast hjartans þrá til þín og þelið hlýnar kalt og lýkst oss upp hin ljúfa sýn til lífs þar gleðin aldrei dvín, :,: ummyndað, blessað allt. :,:


T Karl Sigurbjörnsson 2008 – Vb. 2013
L Charles H.H. Parry 1888 – Vb. 2013
REPTON/ Dear Lord and Father of Mankind

Eldra númer 849
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction