Sálmabók

725. Vér stöndum á bjargi

Trúarlífið - Trú og traust

hymn notes
1 Vér stöndum á bjargi sem bifast ei má, hinn blessaði frelsari lifir oss hjá, hans orð eru líf vort og athvarf í neyð, hans ást er vor kraftur í lífi' og í deyð. 2 Þótt himinninn farist og hrynji vor storð og hrapi hver stjarna, þá varir hans orð, þótt eygló hver slokkni við aldanna hrun hans eilífa loforð ei bregðast þó mun. 3 Hann sagði: „Minn þjónn verður þar sem ég er og þeir sem mig elska fá vegsemd hjá mér. Ég lifi' æ og þér munuð lifa og sá sem lifir og trúir skal dauðann ei sjá.“ 4 Vér treystum þeim orðum og trúum þig á, með titrandi hjörtum þig væntum að sjá, þú, frelsarinn ástkæri, föðurins son, vér fylgjum þér glaðir, vor lifandi von.


T Friðrik Friðriksson, 1917 – Sb. 1945
L William Croft 1708 – BÞ 1903
HANOVER / O Worship the King

Eldra númer 42
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction