Sálmabók

724. Enginn þarf að óttast síður

Trúarlífið - Trú og traust

hymn notes
1 Enginn þarf að óttast síður en Guðs barna skarinn fríður, fugl í laufi innsta eigi, ekki stjarna' á himinvegi. 2 Sjálfur Guð á Síonsfjöllum sól og skjöldur reynist öllum barnaskara' í böli' og hörmum, ber hann þau á föðurörmum. 3 Engin neyð og engin gifta úr hans faðmi má oss svipta, vinur er hann vina bestur, veit um allt er hjartað brestur. 4 Hann vor telur höfuðhárin, heitu þerrar sorgartárin, hann oss verndar, fatar, fæðir, frið og líf í sálum glæðir. 5 Syng því dátt með sigurhljómi, Síons hjörð, og einum rómi, hræðast þarftu' ei, fjendur falla fyrir Drottins orði snjalla. 6 Svo er endar ógn og stríðin upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar himna Guð er lúður gjallar.


T Lina Sandell 1850, 1855 ̶ Fredrik Engelke 1873 v. 4 – Friðrik Friðriksson, 1917 – Sb. 1972
Tryggare kan ingen vara
L Sænsk laggerð af þýsku þjóðlagi – Sb. 1972
Tryggare kan ingen vara

Eldra númer 505
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction