Sálmabók

722a. Þú lífsins tré

Trúarlífið - Trú og traust

hymn notes
1 Þú lífsins tré í lundi Paradísar, lausn flytja þjóðum blöðin þín og vísar, þú ert mitt yndi, umhyggjunnar baðmur, útbreiddi faðmur. 2 Fóstrandi þöll af þreki sínu gefur, þétt sér að brjósti græðlinginn hún vefur. Vökvar hún sína veikgeðja og þyrstu vínviðarkvistu. 3 Veraldar þyrnar vægja hvergi berki, visnað ber tréð í krónu sáramerki lífsmagni gætt, það lamað geta eigi lygi og tregi. 4 Laufskrúðið hvíslar: Hvíld ég ykkur veiti, hvarmana þerra, sorg í gleði breyti. Komið og þiggið, klöfum þungum hlaðin, kærleik í staðinn. 5 Nemur við stofn mín nál; ég á þar heima. Nánd eilífs lífs frá trénu finn ég streyma. Hugrótt er mér, nú hníg ég brátt í svörðinn. Helguð er jörðin. 6 Viðurinn sanni, víðfaðmandi lífsins, ver þína grein í stormum jarðarkífsins. Kirkja þín brumi, breiði´ á klæðafaldinn blóm sín og aldin.


T Imre Pécseli Király fyrir 1641 – Erik Routley, 1974 – Sigríður Guðmarsdóttir 2008
There in God's garden (Paradicsomnak te szép élo Fája)
L K. Lee Scott 1987
SHADES MOUNTAIN / There in God's Garden

Uppáhalds sálmar

Under Construction