Sálmabók

719a. Á hendur fel þú honum

Trúarlífið - Trú og traust

hymn notes
1 Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt er áttu' í vonum og allt er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið sem fær sé handa þér. 2 Ef vel þú vilt þér líði þín von á Guð sé fest. Hann styrkir þig í stríði og stjórnar öllu best. Að sýta sárt og kvíða á sjálfan þig er hrís. Nei, þú skalt biðja' og bíða, þá blessun Guðs er vís. 3 Ó, þú, minn faðir, þekkir og það í miskunn sér sem hagsæld minni hnekkir og hvað mér gagnlegt er og ráð þitt hæsta hlýtur að hafa framgang sinn því allt þér einum lýtur og eflir vilja þinn. 4 Þig vantar hvergi vegi, þig vantar aldrei mátt, þín bjargráð bregðast eigi til bóta' á einhvern hátt. Þitt starf ei nemur staðar, þín stöðvar enginn spor, af himni' er þú þér hraðar með hjálp og líkn til vor. 5 Mín sál, því örugg sértu og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð.


T Paul Gerhardt 1653 – Stener J. Stenersen 1826 – Björn Halldórsson – Sb. 1886
Befiehl du deine wege
L Michael Haydn 1774 – JH 1906
Befiehl du deine wege

Eldra númer 38a
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction