Sálmabók

717a. Þakkir, fyrir hvern fagran morgun

Trúarlífið - Gleði og þakklæti

hymn notes
1 Þakkir, fyrir hvern fagran morgun, þakkir, fyrir hvern nýjan dag. Þakkir, þú vilt mér lýsa, leiða lífs um æviveg. 2 Þakkir, þú gefur góða vini, þakkir, Guð elskar sérhvern mann. Þakkir, að ég get endurgoldið og elsku veitt í mót. 3 Þakkir, jafnt fyrir grát og gleði, þakkir, þú gefur styrk og þor. Þakkir, þú sorgir berð á burt og bætir angur allt. 4 Drottinn, náð þín er veitt án enda, Drottinn, ég ávallt treysti þér. Drottinn, ó, Drottinn þér ég þakka að ég þakka kann.


T Martin G. Schneider 1961, 1963 – Kristján Valur Ingólfsson 1971
Danke für diesen guten Morgen
L Martin G. Schneider 1961
Danke für diesen guten Morgen

Uppáhalds sálmar

Under Construction