Sálmabók

715. Allt þér, Jesú, glaður gef ég

Trúarlífið - Gleði og þakklæti

hymn notes
1 Allt þér, Jesú, glaður gef ég, gafstu sjálfur allan þig. Ekkert vil ég undan skilja, eiga máttu, Drottinn, mig. :,: Allt ég færi þér. :,: Allt þér, Jesú, fús ég færi. Allt ég færi þér. 2 Allt þér, Jesú, glaður gef ég, gjöfin samt of lítil er. Feginn vildi' eg fleira gefa, færa, hjartans vinur, þér. Allt ég færi þér ... 3 Allt þér, Jesú, glaður gef ég, gef mér helgan anda þinn. Lát mig, Herra, frið þinn finna, fögnuð streyma' í hjartað inn. Allt ég færi þér ...


T Judson W. van DeVenter 1896 – Benedikt Jasonarson, 1980
All to Jesus I surrender
L Winfield S. Weeden 1896
SURRENDER (Weeden) / All to Jesus I surrender

Uppáhalds sálmar

Under Construction