Sálmabók

710. Á meðan sól og máni lýsa

Trúarlífið - Gleði og þakklæti

hymn notes
1 Á meðan sól og máni lýsa og moldin fæðir grösin sín og fuglar kvaka, lindir líða vor lofgjörð stígur, Guð, til þín. 2 Á meðan blikar bros í auga og barmi hlýjar vinartal og hugir mætast, hendur bindast þig hjartað þrá og lofa skal. 3 Á meðan sök í sand er skrifuð og sáttarorð um varir fer svo kali víki, hatur hverfi þinn helga anda lofum vér. 4 Á meðan beygðum von er vakin og vitjað manns sem gleymdur er og sjúkum bjargað, svöngum líknað er sungin lofgjörð einum þér. 5 Á meðan bæn þín berst að ofan og bergmál vekur hér á jörð með löngun til að líkjast Kristi þér lof sé, dýrð og þakkargjörð. 6 Á meðan, Guð, þín miskunn varir og máttur þinn og hátign skín og líkn þín er vort ljós og hæli vor lofgjörð stígur upp til þín.


T Anders Frostenson – Sigurbjörn Einarsson, 2008 – Vb. 2013
L Bjarne Stølen 2000 – Vb. 2013
Det syng så vakre tonar gjennom kvelden

Eldra númer 841
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction