Sálmabók

707. Legg mér, Drottinn, ljóð á tungu

Trúarlífið - Gleði og þakklæti

hymn notes
1 Legg mér, Drottinn, ljóð á tungu, ljóð sem bjartir englar sungu, blítt sem barnsins trú, söng um ljósið lífsins sanna, ljóð um náð og frelsi manna, það sem þráum nú. 2 Himinn, jörð og hafið bláa, hæstu tré og blómið smáa heiðra höfund sinn. Eins lát sál og öndu mína ætíð vitna' um gæsku þína: Dýrð þér, Drottinn minn. 3 Legg mér, Drottinn, ljóð á tungu, ljóð sem elska börnin ungu, bæn og barnatrú, bænamál og bæn í hjarta, bæn og von og elsku bjarta, mest sem þráir þú. 4 Ætíð mér þau ljóðin lýsi, lífs og gæfu veginn vísi orð þín yndisleg; gleði' og birtu' í geði hlýju, glæði' og laði fram að nýju æ um æviveg.


T Nikolaj F.S. Grundtvig 1836, 1868 – Karl Sigurbjörnsson 2010 – Vb. 2013
Giv mig, Gud, en salmetunge
L Jólalag frá miðöldum – Klug 1543 – Thomas Laub 1896 – Vb. 2013
Quem pastores laudavere

Eldra númer 554
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction