Sálmabók

704. Sérhvert ljós um lífsins nótt

Trúarlífið - Friður og réttlæti

hymn notes
1 Sérhvert ljós um lífsins nótt, hugsvölun í hverjum þrautum, hverja gleði' á lífsins brautum, sérhvert lán og gæðagnótt, allt hið fagra' er augað lítur andinn hvað sem dýrðlegt veit, alla sælu' er hjartað hlýtur, Herra, skóp þín elskan heit. 2 Alls hins góða er hún rót, lind er heilsu lífsins geymir, lind er rík af blessun streymir, lindin allra eymda bót, lind er heillum lýði vefur, lind er helgan veitir auð, lind er fegurð lífi gefur, lind er vekur hjörtun dauð. 3 Ó, þú, Drottinn dýrðarhár, föðurást þín aldrei sefur, Eden nýja hún oss gefur, þvær af syndir, þerrar tár. Fyrir Jesúm, frelsið manna, fyrirgafst þú líka mér. Líf og himinsælu sanna sé ég búna' í faðmi þér.


T Wilhelm A. Wexels 1840 – Stefán Thorarensen – Sb. 1886
Hvert et lys i livets natt
L Andreas P. Berggreen 1870 – JH 1891
Hvert et lys i livets nat

Uppáhalds sálmar

Under Construction