Sálmabók

703. Kristur færði fórnir

Trúarlífið - Friður og réttlæti

hymn notes
1 Kristur færði fórnir fyrir alla jafnt. Áfram uppi veður óréttlætið samt. Þungar raunir þjaka þjáða, særða menn. Reikistjarnan stynur undan stríðsátökum enn. Fram í kærleiks krafti! Kjósum nýja leið. Efld af andans mætti alla sigrum neyð. 2 Oss í brjósti brennur baráttunnar glóð. Kristur elskar alla óháð kyni' og þjóð. Sýnum að við erum elskuð Drottins hjörð, að við berum elsku hvert til annars hér á jörð. Fram í kærleiks krafti! Kjósum nýja leið. Efld af andans mætti alla sigrum neyð.


T Davíð Þór Jónsson 2015
L Arthur S. Sullivan 1872 – Vb. 1946
ST. GERTRUDE / Onward! Christian Soldiers

Uppáhalds sálmar

Under Construction