Sálmabók

700. Héti ég María

Trúarlífið - Friður og réttlæti

hymn notes
1 Héti ég María, hefði barn armi á, neyddist til að flýja nauð og stríð, lands míns vá, fyndir þú mér friðsælt skjól? 2 Brynnu mér að baki brýrnar heim, minni' á ferð, voða' og vopnabraki vígslóð frá, grimmri mergð, fyndir þú mér friðsælt skjól? 3 Féllu' á sprengjur fláar fagra sveit, sem ég veit, hittu fyrir hús mitt, heimafólk, dýr á beit, fyndir þú mér friðsælt skjól? 4 Hyrfi' um nótt í hafið hriplekur báturinn, yrði' úr öldum dreginn aðeins ég, grátur minn, fyndir þú mér friðsælt skjól? 5 Langförul ég legði land við fót, norðurgrjót og þér sögu segði sára um meinin ljót, fyndir þú mér friðsælt skjól? 6 Héti ég María, hefði barn armi á, ef hann héti Jesús ...


T John L. Bell 2015 – Sigríður Guðmarsdóttir 2016
If my name was Mary
L John L. Bell 2015
IF / If My Name Was Mary

Uppáhalds sálmar

Under Construction