Sálmabók

70. Nú frammi fyrir þér

Kirkjuár - Áramót

hymn notes
1 Nú frammi fyrir þér, ó, faðir, birtumst vér og heitt af huga klökkum þinn helgan kærleik þökkum. 2 Þín miskunn, Herra hár, oss hlífði liðið ár með ástúð óþreytandi við allri neyð og grandi. 3 Þótt harma skelfdu ský oss skein hvern morgun ný með blessun lands og lýða þín líknarsólin blíða. 4 Þitt signað sannleiksorð, þíns sonar náðarborð oss huggun helga færði og hjörtun endurnærði. 5 Oss börn þín bænheyr þú, vér biðjum, faðir, nú: Sem áður enn vor gættu við allri neyð og hættu. 6 Lát gróa sorgarsár, lát sorgar þorna tár, lát ástarásján þína mót öllum þjáðum skína. 7 Vér biðjum umfram allt: Til enda lífs oss halt við trú af hjarta hreina og himinstefnu beina. 8 Þinn anda, Guð, oss gef, ó, Guð, oss alla vef í hagsæld lífs og hörmum þíns heilags kærleiks örmum. 9 Veit kristnum lýð þitt lið og landi voru frið, þeim hjálp er hér enn þreyja, þeim himin þinn er deyja


T Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
L Arrebo 1627 – Norsk laggerð
O Herre, la mitt øye

Eldra númer 100
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction