Sálmabók

697. Ég bið sú gæfa gefist mér

Trúarlífið - Friður og réttlæti

hymn notes
1 Ég bið sú gæfa gefist mér að gleyma ei þeim sem líða og mitt í hörðum hildarleik :,: við harm og dauða stríða. :,: 2 Ég bið að megi ég muna æ þær myrtu og rændu þjóðir, að sérhvert heimsins sorgarbarn :,: er systir mín og bróðir. :,: 3 Ég veit að allt það flóttafólk sem flæmist hrætt og smánað á eitt og sama ættarland :,: sem einnig mér var lánað. :,: 4 Og þó ég heyri aðeins óm af öllum heimsins gráti þá erum við á einni jörð :,: og öll á sama báti. :,:


T Hjörleifur Hjartarson 2015
L Daníel Þorsteinsson 2015

Uppáhalds sálmar

Under Construction