Sálmabók

696. Þagnað er heimsins harkið strítt

Trúarlífið - Friður og réttlæti

hymn notes
1 Þagnað er heimsins harkið strítt, hljóður er mór og bær. Tunglið úr skýi brosir blítt og blikar stjarnan skær. 2 Hljóðlát er tjörnin, tær og slétt, tindrar þar stjörnusafn. Vængir af síki lyftast létt, þeir lofa Herrans nafn. 3 Allt er svo kyrrt og allt svo hljótt, upphiminn, jörð og hlein. Vertu því, brjóst mitt, vært og rótt svo víki kvíðans mein. 4 Sæstu, mitt hjarta, sérhvern við sem þig ei skilið fær. Engill sem boðar öllum frið fer um í kvöld þér nær. 5 Ókunnan flestum finnur þú friðarins engil þann. Baðaður stjörnubliki nú ert bæði þú og hann. 6 Boðar hann kvöldsins bænarmál: Boðar á jörðu frið. Himneskan frið í hverja sál þótt horfi ólíkt við. 7 Friður með öllum fjær og nær, friður með þeim ég ann, þeim sem í dagsins þys er kær og þeim ég aldrei fann.


T Bernhard S. Ingemann 1822 – Böðvar Guðmundsson, 2009
Fred hviler over land og by
L Böðvar Guðmundsson, 2009

Uppáhalds sálmar

Under Construction