Sálmabók

694. Vér treystum því

Trúarlífið - Friður og réttlæti

hymn notes
Vér treystum því sem hönd Guðs hefur skráð: Í hverju fræi' er var í kærleik sáð býr fyrirheit um himnaríki' á jörðu. Hver heilög bæn á vísa Drottins náð. Og hví skal þá ei ógn og hatri hafna ef hjálp og miskunn blasir öllum við í trú sem ein má þúsund þjóðum safna til þjónustu við sannleik, ást og frið?


T Tómas Guðmundsson – Sb. 1972
L Benny Andersson 1999 – Vb. 2013
Så kom du då till sist / Innan gryningen

Eldra númer 304
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction