Sálmabók

691. Þú einn í ljós er leiddir

Trúarlífið - Huggun og von

hymn notes
1 Þú einn í ljós er leiddir það líf er aldrei dvín og sjálfan dauðann deyddir, ó, Drottinn minn, til þín ég leita lífs í mæðum því líf og sál er þreytt, æ, send mér hjálp af hæðum er huggun fái veitt. 2 Þitt lífsins ljósið bjarta, æ, lát þú, Drottinn minn, í mínum hug og hjarta æ hafa bústað sinn, á friðar leið það lýsi um lífsins sporin myrk og réttan veg mér vísi með von og trúarstyrk.


T Þorsteinn Þorkelsson – Sb. 1886
L Sænskt þjóðlag

Eldra númer 408
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction