Sálmabók

690. Þú, Guð minn, er gafst mér svo mikið

Trúarlífið - Huggun og von

hymn notes
1 Þú, Guð minn, er gafst mér svo mikið, ég gladdist og hélt fyrir vikið :,: að lífið æ léki við mig. :,: 2 Svo dimmdi og dapur ég sagði, úr dimmunni hrópaði’ að bragði: :,: Þú, Alvaldur, yfirgafst mig! :,: 3 Því dimman mig dauðhræddan nísti. Ó, Drottinn, þá ekkert mér lýsti. :,: Ég, skapari, skil ekki þig. :,: 4 En þú varst svo þrúgandi hljóður sem þó varst mér áður svo góður. :,: Æ, lýstu mér, lausnari minn. :,: 5 Guð, sefaðu svíðandi hjarta að sjái ég ljósið þitt bjarta :,: og gef mér þinn græðandi frið. :,:


T Sigurður Pálsson 2009 – Vb. 2013
L Margrét Kristín Sigurðardóttir 2009 – Vb. 2013

Eldra númer 924
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction